Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, hefur ákveðið að bjóða sig fram í stjórn KSÍ fyrir næsta þing Knattspyrnusambandsins þar sem ný stjórn verður kosin.

Ásgrímur tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni með færslu sem sjá má hér fyrir neðan.

Þar kemur hann meðal annars inn á að ef hann verði kosinn í stjórn KSÍ muni hann láta af störfum sem formaður Fram.

Þegar rúm vika er í ársþing KSÍ er von á að fleiri einstaklingar fari að tilkynna framboð sitt á næstu dögum.

Vanda Sigurgeirsdóttir, sigursælasta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, tilkynnti í gær að hún myndi bjóða sig fram í formannshlutverk hjá KSÍ.