Forráðamenn Formúlu 1, bílaframleiðendurnir og alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, hafa fordæmt skilaboðin.

Í upphafi kappakstursins lenti Hamilton og Max Verstappen saman sem gerði út um vonir Belgans sem þurfti að leita aðstoðar á sjúkrahúsi eftir áreksturinn.

Hamilton fékk tíu sekúndna víti en það kom ekki að sök þar sem honum tókst að vinna sannfærandi sigur á heimavelli sínum.

Þegar kappakstrinum var lokið fór að bera á kynþáttaníðsskilaboðum á samskiptamiðlum Hamiltons.

„Á meðan kappakstrinum stóð og eftir að honum var lokið varð Lewis Hamilton fyrir kynþáttaníði á samskiptamiðlum sínum eftir árekstur í keppninni. Formúla 1, FIA og Mercedes fordæma þessa hegðun að öllu leyti. Þetta fólk á ekki heima í íþróttinni okkar og við köllum eftir því að þessum aðilum verði refsað.“