Ameríski bílaframleiðandinn Ford ætlar sér að vera með í Formúlu 1 frá árinu 2026 og taka höndum saman með ríkjandi heimsmeisturum Red Bull Racing þegar að að nýtt regluverk er varðar vélabúnað Formúlu 1 bílanna verður tekið í notkun. Þetta staðfestir bílaframleiðandinn í yfirlýsingu e
Íhlutun Ford í Formúlu 1 er þó ekki ný af nálinni því framleiðandinn var hluti af mótaröðinni á árum áður í kringum 1960 og í samstarfi fyrirtækisins við Cosworth var þróaður bíll sem vann 155 keppnir af þeim 262 sem hann var sendur í á árunum 1967-1985.
Frá fyrsta heimsmeistaratitli Ford með Graham Hill og Lotus árið 1968 til titils með Michael Schumacher og Benetton árið 1994 hefur Ford sett mark sitt á mótaröðina og mun eftir þrjú ár aftur verða hluti af Formúlu 1.
Alls á Ford hlut í tíu heimsmeistaratitlum bílasmiða í sögu Formúlu 1 og 13 heimsmeistaratitla ökumanna. Það gerir þá að þriðja árangursríkasta vélaframleiðandans í sögu mótaraðarinnar.
Ford will return to Formula One as the engine provider for Red Bull Racing in a partnership announced Friday that begins with immediate technical support this season and engines in 2026.
— AP Sports (@AP_Sports) February 3, 2023
by @JennaFryer https://t.co/kEMBroPiw1