Ameríski bíla­fram­leiðandinn Ford ætlar sér að vera með í For­múlu 1 frá árinu 2026 og taka höndum saman með ríkjandi heims­meisturum Red Bull Ra­cing þegar að að nýtt reglu­verk er varðar véla­búnað For­múlu 1 bílanna verður tekið í notkun. Þetta stað­festir bíla­fram­leiðandinn í yfir­lýsingu e

Í­hlutun Ford í For­múlu 1 er þó ekki ný af nálinni því fram­leiðandinn var hluti af móta­röðinni á árum áður í kringum 1960 og í sam­starfi fyrir­tækisins við Cosworth var þróaður bíll sem vann 155 keppnir af þeim 262 sem hann var sendur í á árunum 1967-1985.

Frá fyrsta heims­meistara­titli Ford með Graham Hill og Lotus árið 1968 til titils með Michael Schumacher og Benett­on árið 1994 hefur Ford sett mark sitt á móta­röðina og mun eftir þrjú ár aftur verða hluti af For­múlu 1.

Alls á Ford hlut í tíu heims­meistara­titlum bíla­smiða í sögu For­múlu 1 og 13 heims­meistara­titla öku­manna. Það gerir þá að þriðja árangurs­ríkasta véla­fram­leiðandans í sögu mótaraðarinnar.