Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður kvennaliðs Vals í fótbolta, er með slitið krossband.

Fanndís greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hún segir fótboltahjarta sitt vera í þúsund molum.

Langt og strangt endurhæfingarferli sé fram undan.

Fanndís hafði áður greint frá því í samtali við Fréttablaðið að hún óttaðist að krossbandið væri slitið.

Nú hefur það því miður verið staðfest.