Damar Hamlin, leik­maður NFL liðs Buffa­lo Bills fór í hjarta­stopp í leik liðsins gegn Cincinatti Ben­glas í nótt. Til­raunir til endur­lífgunar á leik­vangi Bengals báru árangur og liggur Hamlin nú þungt haldinn á sjúkra­húsi í Cincinnati. Frá þessu er greint á vef­síðu ESPN.

At­vikið átti sér stað um mið­bik fyrsta leik­hluta leiksins. Til­raunir til endur­lífgunar Hamlin stóðu yfir í nokkrar mínútur en skömmu fyrir hjarta­stoppið lenti hann í harka­legu sam­stuði við Tee Higgins, leik­mann Bengals.

Sex­tán mínútum eftir að Hamlin hneig niður, var hann kominn um borð í sjúkra­bíl og á leið á sjúkra­hús.

Sam­kvæmt nýjustu upp­lýsingum frá Buffa­lo Bills er Hamlin nú haldið sofandi, hann er í lífs­hættu.

Fjöldi fólks hefur sýnt stuðning í verki og safnast saman fyrir utan há­skóla­sjúkra­húsið í Cincinnati þar sem Hamlin liggur nú inni.

Fréttablaðið/GettyImages