Samkvæmt frétt CNN um málið er ekki vitað hvernig villisvínin náðu að koma sér inn á golfvöllinn en greint er frá því að kylfingur sem reyndi að reka þau í burtu hafi endað á sjúkrahúsi með skurð á fæti sínum.

Villisvínin hafa sést í nokkur skipti á golfvellinum og hafa ollið miklum usla. Til að mynda skemmt teiga og grín á nokkrum holum.

,,Þau grófu upp grínið á 18. holu, eyðilögðu teiginn á fyrstu holu og þegar að einn af starfsmönnum okkar reyndi að koma þeim í burtu, réðst eitt villisvínið á hann með þeim afleiðingum að það opnaðist skurður á fæti hans. Ástand hans er hins vegar gott núna og hann hafði farið holu í höggi um morguninn þannig hann getur ekki kvartað," sagði Phillip Marshall, forseti golfklúbbs Lightcliffe í Jórvíkurskíri.

Starfsmenn vallarins höfðu samband við dýraeftirlitið en það var svo mikið að gera hjá þeim þannig að þeir gátu ekki brugðist hratt við.

Starfsmönnum golfvallarins tókst að beina villisvínunum út á jaðar vallarins. ,,Við létum þau vera þar en gátum ekki nálgast þau mikið frekar. Við lokuðum golfvellinum á meðan á ástandinu stóð vegna þess að aðstæður voru greinilega hættulegar," sagði sagði Phillip Marshall, forseti golfklúbbs Lightcliffe í Jórvíkurskíri.