Novak Djoko­vic játar á færslu á Insta­gram-síðu sinni að hann hafi farið í við­tal og mynda­töku hjá blaða­manni L‘Equ­i­pe eftir að hann greindist já­kvæður með Co­vid-19.

Djoko­vic segist sjá núna að það hafi verið dóm­greindar­brestur hjá honum en hann hafi þó haldið fjar­lægð frá öllum og gengið með grímu öllum stundum nema í mynda­tökunni. Hann hafi verið ein­kenna­laus. „Ég sam­þykki að ég hefði átt að slá þessu á frest,“ segir Djoko­vic í færslunni.

Serb­neski tennis­spilarinn hefur verið mjög um­ræddur undan­farna daga í að­draganda opna ástralska meistara­mótsins. Dvalar­leyfi hans var aftur­kallað skömmu eftir að hann kom til Ástralíu í kjöl­far spurninga um undan­þágu sem hann hlaut fyrir að vera ekki bólu­settur fyrir veirunni.

Lög­menn Djoko­vic sögðu hann hafa flogið til Ástralíu og gert ráð fyrir að komast inn í landið þar sem hann hefur smitast tvisvar sinnum af kóróna­veirunni og af þeim sökum hafi tennis­spilarinn ekki þurft á bólu­setningu að halda.

Málið var tekið til skoðunar hjá áströlskum dóm­stólum þar sem var rætt hvort ætti að senda Djoko­vic úr landi en hann hafði að auki ekki gefið upp réttar upp­lýsingar við komuna til landsins.

Í færslunni á Insta­gram segir Djoko­vic að um mann­leg mis­tök hafi verið að ræða í ferða­pappírunum. Hann hafi ekki sjálfur fyllt pappírana út heldur að­stoðar­fólk hans og þau hafi merkt vit­laust við.

Dóm­stóllinn dæmdi honum í vil fyrir þremur dögum síðan og úr­skurðaði að neitun ástralskra stjórn­valda á vega­bréfs­á­ritun vegna sótt­varna hafi verið ó­heimil.

Það er undir á­kvörðun stjórn­valds út­lendinga­mála í Ástralíu komið hvort hann getur tekið þátt í opna ástralska meistara­mótinu sem hefst í næstu viku.

Djoko­vic, sem er efstur á heims­listanum í tennis, hafði fram að dómnum verið í ein­angrun eftir komu sína til Ástralíu. Hann var leystur úr ein­angrun eftir að dómur féll. Hann segist vilja fá að taka þátt í mótinu sem hefst næst­komandi mánu­dag og keppa á móti bestu spilurum heims.