Pollamót Þórs fór fram um helgina og sigraði knattspyrnuliðið Vinir Linta sína deild.

Þeir fögnuðu sigrinum vel og innilega, en á einu myndbandi af fagnaðarlátunum má sjá rapparann Halldór Kristinn Harðarson framkvæma umhverfisvæna flugeldasýningu.

Eins og kaffid.is greindi frá deildi fréttamaðurinn Óðinn Svan Óðinsson myndbandi af flugeldasýningunni. Myndbandið hefur slegið í gegn á Twitter, en sjón er sögu ríkari.