Phil Foden, landsliðsmaður Englands í fótbolta, er enn að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir í leik með enska liðinu í lokakeppni Evrópumótsins fyrr í sumar.

Foden er með skaddað liðband í ökkla og talið er að það séu fjórar vikur í að hann geti spilað með liði sínu Manchester City.

Hann mun þar af leiðandi missa af fyrstu leikjum ríkjandi Englandsmeistara á komandi keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni sem hefst um næstu helgi.

Manchester City mætir þá Tottenham Hotspur síðdegis á sunnudaginn en Jack Grealish, sem gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa á dögunum, gæti þar leikið sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið.