Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wigan Athletic. Þar segir að hinn 28 ára gamli Charlie Wyke hafi hnigið niður á æfingu liðsins sem var liður í undirbúningi þess fyrir leik helgarinnar gegn Cambridge United.

Samkvæmt upplýsingum frá Wigan er ástand Charlie Wykes stöðugt en hann gengst nú undir rannsóknir á sjúkrahúsi.

Mal Brannigan, framkvæmdarstjóri Wigan Athletic, segir heilsu og líðan Charlie Wyke skipta mestu máli þessa stundina. ,,Sem knattspyrnufélag viljum við senda okkar allra bestu þakkir til heilbrigðisstarfsfólks sem brást frábærlega við í kjölfar atviksins."

Hann segir samvinnu heilbrigðisstarfsfólks aðdáunarverða og þá sérstaklega í ljósi þessa krefjandi tíma undanfarin tvö ár sökum kórónuveirufaraldursins.

Wyke gekk til liðs við Wigan fyrir yfirstandandi tímabil. Hann hefur spilað 17 leiki fyrir félagið, skorað fimm mörk og gefið tvær stoðsendingar.