Sport

Flugeldasýning í fyrsta leik hjá gestgjöfunum

Rússland rótburstaði Sádí-Arabíu með fimm mörkum gegn engu þegar liðin mættust í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattpsyrnu karla í dag.

Denis Cheryshev skoraði tvö marka Rússlands í sigrinum gegn Sádí-Arabíu í dag.

Rússland rótburstaði Sádí-Arabíu með fimm mörkum gegn engu þegar liðin mættust í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í knattpsyrnu karla á Luzhniki-leikvanginum í dag. 

Það voru Yuri Gazinskiy, Denis Cheryshev, Artem Dzyuba og Aleksandr Golovin sem skoruðu mörk Rússa í leiknum. Gazinskiy kom Rússlandi yfir með marki sínu efir tæplega stundarfjórðung.

Cheryshev sem kom inná sem varamaður fyrir Alan Dzagoev tvöfaldaði forystu Rússa skömmu eftir að hann mætti til leiks, en mark hans kom skömmu fyrir hálfeik. Dzyuba bætti þriðja marki rússneska liðsins við um miðbik seinni hálfleiks. 

Cheryshev var svo aftur á ferðinni undir lok leiksins og Golovin skoraði svo fimmta mark Rússlands með góðu skoti beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma leiksins. 

Rúss­ar bættu 68 ára gam­alt met með þessum sigri, en þetta er stærsti sig­ur í upp­hafs­leik HM síðan Bras­il­ía lagði Mexí­kó að velli með fjórum mörkum gegn engu í Brasilíu árið 1950.

Rússar og Sádí-Arabar eru með Egyptalandi og Úrúgvæ í A-riðli mótsins, en þau mætast í hádeginu á morgun. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Handbolti

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

Auglýsing

Nýjast

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Matthías færir sig um set í Noregi

Auglýsing