Forráðamenn knattspyrnudeilda Gróttu og KR hafa ákveðið að endurvekja samstarf sem verið hafði um rekstur yngri flokka félaganna í kvennaflokki.

Upp úr slitnaði á samstarfi sem verið hafði um utanumhald á yngri flokkum kvenna í knattspyrnu hjá félögunum síðan árið 2013 í haust.

Sest var hins vegar við samningaborðið í kjölfarið og flötur fundinn á áframhaldandi samstarfi en félögin munu senda sameiginlegt lið til leiks í 2. og 3. flokki kvenna.

Aníta Lísa Svansdóttir sem er í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá KR mun þjálfa 2. flokk kvenna. Aníta Lísa og Björn Valdimarsson munu svo þjálfa 3. flokk kvenna.