Löw staðfesti fyrr á árinu að hann myndi láta af störfum hjá þýska knattspyrnusambandinu eftir Evrópumótið. Löw hefur stýrt þýska liðinu í fimmtán ár.
Flick afþakkaði samningstilboð Bayern Munchen um að halda áfram með þýska stórveldið en á rúmu ári tókst Flick að vinna tvo meistaratitla, einn bikarmeistaratitil og Meistaradeild Evrópu með Bæjurum.
Fyrstu leikir þýska landsliðsins undir stjórn Flick verða í undankeppni HM 2022 þegar Þýskaland mætir Liechtenstein, Armeníu og Íslandi í haust.
Þýskaland tapaði óvænt gegn Norður-Makedóníu á dögunum í riðli Íslands þar sem Armenía leiðir óvænt með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.