Hansi Flick, þjálfari karlaliðs þýska knattspyrnufélagsins Bayern München í knattspyrnu, hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Flick var fenginn til þess að stýra Bayern München til bráðabirgða í kjölfar þess að Niko Kovac var látinn taka poka sinn hjá félaginu í lok nóvember á síðasta ári.

Það var svo tilkynnt í desember að Flick yrði við stjórnvölinn hjá liðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Nú hefur hann gert langtímasamning við þýska stórveldið.

Flick hefur haft betur í 18 af 21 leikjum eftir að hann tók við keflinu hjá Bayern München. Liðið var á toppi þýsku efstu deildarinnar þegar hlé var gert á deildinni vegna kórónaveirufaraldursins.

„Liðið hefur farið í rétta átt eftir að hann tók við og liðið spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Ég er sannfærður um að samstarf okkar muni verið farsælt," segir Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München um framhaldið.