Alþjóðaknattspyrnusambandið og Alþjóðafrjálsíþróttasambandið eru með til skoðunar regluverk sitt um þátttöku trans kvenna í afreksíþróttum. Alþjóðaruðningssambandið fetaði í fótspor sundsambandsins og bannaði þátttöku trans kvenna í gær.
Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins í gær kaus Ísland með tillögu Alþjóðasundsambandsins um að útiloka trans konur frá keppnum kvenna á afreksstigi ef kynjaleiðréttingin ætti sér stað eftir kynþroskaskeið.
Talsmaður Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, staðfesti í samtali við Reuters, að FIFA væri að endurskoða regluverk sitt um þátttökurétt eftir kynjum og vildi ekki tjá sig frekar.
Sebastian Coe, forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hrósaði sundsambandinu fyrir ákvörðun sína enda hefur hann opinskátt talað gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum og bætti við að frjálsíþróttasambandið myndi ræða breytingar í lok árs.
Alþjóðaruðningsdeildin (e. International Rugby League) fylgdi eftir ákvörðun sundsambandsins með því að banna trans konur í kvennaflokki í keppnum á sínum vegum.
International Rugby League has decided to ban transgender athletes from competing in sanctioned matches as FIFA and World Athletics also look set to follow FINA's landmark decision to restrict trans competitors.https://t.co/iosdwDNSrB
— Sky News Australia (@SkyNewsAust) June 21, 2022