Aaron Ramsey er eftirsóttur maður enda er félögum frjálst að ræða við hann um að skipta um félag án greiðslu í janúar þegar sex mánuðir verða eftir af samningi hans hjá Arsenal.

Umboðsmaður Ramsey og forráðamenn Arsenal náðu ekki samkomulagi um nýjan samning á dögunum. Verður Ramsey því samningslaus næsta sumar eftir ellefu ára dvöl í herbúðum Arsenal.

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá áhuga Juventus áður en nú eru Liverpool, Manchester United og Barcelona nefnd til sögunnar. 

Þurfti umboðsmaður Ramsey að neita að hann hefði rætt við forráðamenn Manchester United enda er félögum óheimilt að ræða við hann fyrr en í janúar.