Enski boltinn

Fleiri lið blanda sér í baráttuna um Aaron Ramsey

Aaron Ramsey er eftirsóttur maður enda er félögum frjálst að ræða við hann um að skipta um félag án greiðslu í janúar þegar sex mánuðir verða eftir af samningi hans hjá Arsenal.

Ramsey er varafyrirliði velska landsliðsins. Fréttablaðið/Getty

Aaron Ramsey er eftirsóttur maður enda er félögum frjálst að ræða við hann um að skipta um félag án greiðslu í janúar þegar sex mánuðir verða eftir af samningi hans hjá Arsenal.

Umboðsmaður Ramsey og forráðamenn Arsenal náðu ekki samkomulagi um nýjan samning á dögunum. Verður Ramsey því samningslaus næsta sumar eftir ellefu ára dvöl í herbúðum Arsenal.

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá áhuga Juventus áður en nú eru Liverpool, Manchester United og Barcelona nefnd til sögunnar. 

Þurfti umboðsmaður Ramsey að neita að hann hefði rætt við forráðamenn Manchester United enda er félögum óheimilt að ræða við hann fyrr en í janúar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Everton upp í áttunda sæti með sigri

Enski boltinn

Salah tryggði Liverpool langþráðan sigur

Enski boltinn

Bjartari tímar í fyrsta leiknum hjá Aroni Einari

Auglýsing

Nýjast

Slagsmál og hnefahögg í fyrsta heimaleik James

Selfoss áfram taplaus á toppnum

Messi meiddist þegar Barcelona fór á toppinn

Ronaldo náði merkum áfanga

Tarik lék á als oddi í jafntefli KA gegn ÍR

Ómar og Janus lögðu þung lóð á vogarskálina

Auglýsing