Frjálsar íþróttir

Fleiri íslensk verðlaun á NM

Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 19 ára og yngri sem fram fer í Hvidovre í Danmörku um helgina unnu til fimm verðlauna á mótinu.

Íslensku keppendurnir hafa staðið sig vel í Danmörku.

Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 19 ára og yngri sem fram fer í Hvidovre í Danmörku um helgina unnu til fimm verðlauna á mótinu.

Erna Sóley Gunnarsdóttir hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 14,21 metra. Aðeins 16 sentimetrum styttra en hjá Theu Jensen, dönskum sem vann keppnina. 

Birna Kristín Kristjánsdóttir fékk brons í langstökki þegar hún stökk 5,86 metra. Í langstökki keppti einnig Vilborg María Loftsdóttir. Hún stökk 5,30 metra og lenti í sjöunda sæti. 

Þórdís Eva Steinsdóttir keppti í 400 metra hlaupi og kom þriðja í mark. Hún hljóp á tímanum 55,48 sekúndum og hreppti bronsverðlaun. 

Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Eva María Baldursdóttir kepptu báðar í hástökki. Helga stökk 1,66 metra og varð sjötta og Eva stökk 1,63 metra og varð áttunda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Guðni og Hafdís stóðu uppi sem sigurvegarar

Frjálsar íþróttir

Hilmar Örn náði í brons á NM

Frjálsar íþróttir

Guðbjörg Jóna kom fyrst í mark á NM

Auglýsing

Nýjast

Liverpool með fullt hús stiga

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing