Frjálsar íþróttir

Fleiri íslensk verðlaun á NM

Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 19 ára og yngri sem fram fer í Hvidovre í Danmörku um helgina unnu til fimm verðlauna á mótinu.

Íslensku keppendurnir hafa staðið sig vel í Danmörku.

Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum í aldursflokknum 19 ára og yngri sem fram fer í Hvidovre í Danmörku um helgina unnu til fimm verðlauna á mótinu.

Erna Sóley Gunnarsdóttir hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 14,21 metra. Aðeins 16 sentimetrum styttra en hjá Theu Jensen, dönskum sem vann keppnina. 

Birna Kristín Kristjánsdóttir fékk brons í langstökki þegar hún stökk 5,86 metra. Í langstökki keppti einnig Vilborg María Loftsdóttir. Hún stökk 5,30 metra og lenti í sjöunda sæti. 

Þórdís Eva Steinsdóttir keppti í 400 metra hlaupi og kom þriðja í mark. Hún hljóp á tímanum 55,48 sekúndum og hreppti bronsverðlaun. 

Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Eva María Baldursdóttir kepptu báðar í hástökki. Helga stökk 1,66 metra og varð sjötta og Eva stökk 1,63 metra og varð áttunda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Norðurlandamótið fer fram á laugardaginn

Frjálsar íþróttir

Landslið í víðavangshlaupi valið

Frjálsar íþróttir

Átak gert hvað boðhlaup varðar

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing