Áhugaverðar lokamínútur áttu sér stað í leik Túnis og Malí í Afríkukeppninni rétt í þessu þegar dómari leiksins, Janny Sikazwe, flautaði leikinn tvisvar af áður en venjulegum leiktíma var lokið.

Í fyrra skiptið flautaði Sikazwe leikinn af þegar 85. mínútu voru búnar og í seinna skiptið þegar tuttugu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þjálfari Túnis var æfur af reiði og þurfti Sikazwe á öryggisvörðum að halda þegar hann gekk af velli í leikslok.

Sikazwe sá ekki tilefni til þess að bæta við mínútum í uppbótartíma þrátt fyrir níu skiptingar, vítaspyrnu, rautt spjald og myndbandsdómgæslu.

Sjálfur neitaði hann að hlusta á myndbandsdómgæsluna þegar hann fékk skilaboð um að taka aftur rautt spjald á El Bilal Toure, framherja Malí.

Sikazwe varð fyrsti dómarinn frá Zambíu til að dæma leik í úrslitakeppni HM 2018 en hann var sakaður um hagræðingu úrslita í Meistaradeild Afríku sama árið.