Undar­leg upp­á­kom­a átti sér stað fyr­ir leik Frakk­a og Þjóð­verj­a á Evróp­u­mót­i karl­a í knatt­spyrn­u sem fram fór nú í kvöld. Þá kom mað­ur svíf­and­i inn á leik­vang­inn í Munch­en í fall­hlíf sem á stóð „Kick Out Oil“ eða „Spark­ið burt ol­í­unn­i“ og var einn­ig merkt um­hverf­is­bar­átt­u­sam­tök­un­um Gre­en­pe­ac­e.

Til­gang­ur­inn með upp­á­tæk­in­u var að vekj­a at­hygl­i á lofts­lags­breyt­ing­um og hvetj­a til þess að dreg­ið sé úr ol­í­u­notk­un.

Að­flug­ið var nokk­uð stremb­ið en mað­ur­inn sveif bratt inn á leik­völl­inn og minnst­u mun­að­i að hann lent­i á á­horf­end­um. Það gerð­ist þó ekki en mað­ur­inn lent­i nokk­uð hark­a­leg­a á vell­in­um.

Þýsk­u leik­menn­irn­ir Anton­i­o Ru­di­ger og Rob­in Gos­en voru fyrst­ir til að koma að mann­in­um en skammt á hæla þeirr­a komu ör­ygg­is­verð­ir sem komu mann­in­um af vell­in­um og und­ir lækn­is­hend­ur.
Ekki þurft­i að frest­a upp­haf­i leiks­ins af þess­um sök­um en hon­um lauk með 1-0 sigr­i heims­meist­ar­a Frakk­a eft­ir að Mats Hum­mels leik­mað­ur Þjóð­verj­a skor­að­i sjálfs­mark.