Tyson var á sínum tíma besti hnefaleikakappi í heimi. Hann átti í vandræðum með að höndla frægðina og hallaði sér að flöskunni. Hann náði botninum árið 2016 og ákvað að hætta að drekka.

„Hefur þú séð hvað líf mitt hefur breyst síðustu fimm ár? Ég var róni fyrir fimm árum;" segir Tyson í nýju viðtali við Forbes

„Ég taldi að ég væri á leið í gröfina, ég kynntist nýrri leið í lífinu. Ég var alltaf í blöðunum fyrir eitthvað neikvætt.“

Hann segir svo frá því að hann noti marijúana og sveppi til að finna tengingu við guð. „Þetta hjálpaði mér að tengjast honum á nýjan leik," segir Tyson.

„Ég nota þessi efni ekki til að skemmta mér, þetta veitir mér ekki gleði. Ég geri þetta fyrir andlegu hliðina.“