Íslenska karlalandsliðið mætir Armeníu í fimmta sinn í sögunni á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM 2022.

Armenía er eitt ellefu ríkja innan UEFA sem tilheyrði áður Sovétríkjunum en til þessa hefur Ísland átt góðu gengi að fagna gegn fyrrum löndum Sovétríkjanna.

Til þessa hefur íslenska karlalandsliðið unnið fimmtán leiki af 37, ellefu lokið með jafntefli og ellefu lokið með tapi.

Það þýðir að karlalandsliðið er með 40,5 prósent sigurhlutfall gegn ríkjum sem voru áður hluti af Sovétríkjunum

Árangur íslenska karlalandsliðsins gegn ríkjum sem voru áður innan Sovétríkjanna:

Armenía - 2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap

Aserbaídsjan - 0 sigrar, 1 jafntefli, 0 töp

Eistland - 3 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap

Georgía - 1 sigur, 0 jafntefli, 0 töp

Hvíta-Rússland - 0 sigrar, 0 jafntefli, 1 tap

Kasakstan - 1 sigur, 1 jafntefli, 0 töp

Lettland - 2 sigrar, 2 jafntefli, 2 töp

Litháen - 2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap

Moldóvía - 2 sigrar, 0 jafntefli, 0 töp

Rússland - 1 sigur, 1 jafntefli, 4 töp

Úkraína - 1 sigur, 2 jafntefli, 1 tap

Heilt yfir: 15 sigrar, 11 jafntefli, 11 töp.