Onana segir marga telja sig vita hvað gerðist sem varð þess valdandi að hann var settur í bann. ,,Þeir telja sig þekkja mig og hafa séð fyrirsagningar í blöðunum. 'Já hann var settur í bann fyrir að hafa neytt eiturlyfja er það ekki? Hann er svindlari og fíkill."

Hann segir að bannið muni ávallt fylgja sér og verði svartur blettur á hans ferli sama þó að hann telji sig ekki hafa gert neitt rangt.

Á einni viku í febrúar segist Onana hafa tapað öllu. Hann var á þessum tíma staddur í landsliðsverkefni með Kamerún og fékk símhringingu frá liðslækni Ajax sem tjáði honum að efnið furosemide hefði greinst í sýni frá honum.

Innbyrði meðgöngulyf konunnar

Þetta var í fyrsta skipti sem upp höfðu komið vankantar í slíkri sýnatöku hjá Onana, hann var viss um að um mistök væri að ræða. ,,Einu pillurnar sem ég hafði látið ofan í mig voru þær sem læknar liðsins eða landsliðsins höfðu skrifað upp á fyrir mig,“ segir Onana frá í pistli á vefsíðunni The Players Tribune.

Onana hringdi í unnustu sína og tjáði henni fregnirnar, að efnið furosemide hefði mælst í sér. ,,Furosemide….það efni er í meðgöngulyfjunum sem læknirinn skrifaði upp á fyrir mig,“ var svar hinnar þunguðu Melanie.

Þá áttaði Onana sig á þessu öllu saman. Hann hafði á sínum tíma ætlað sér að sækja verkjalyf vegna höfuð verkjar sem var að hrjá henn en tók fyrir mistök pillu úr lyfjaboxi unnustu sinnar sem læknirinn hafði skrifað upp á fyrir hana. ,,Boxin voru nánast nákvæmlega eins. Þessi 40mg pilla.“

Fékk beint rautt spjald

Onana taldi að evrópska knattspyrnusambandið myndi taka þessa útskýringu sína gilda, honum yrði sýnt gult spjald fyrir þetta en sú varð ekki rauninn. ,,Þeir tóku strax upp það rauða. Tólf mánaða bann, enginn fótbolti. Eitt ár fyrir knattspyrnumann er á við tíu, það er heil eilífð.“

Bann Onana var að lokum stytt í níu mánuði. Tímabil sem Onana segir að hafi styrkt sig þrátt fyrir að það hafi reynst honum erfitt að sæta sig við lífið án þess að mega spila knattspyrnuleiki eða mæta á æfingar.

Onana tók ráðin í sínar eigin hendur, fór til Spánar og hóf að æfa einn undir handleiðslu einkaþjálfara. Í leiðinni náði hann að styrkja hugann og setja sér markmið fyrir restina af sínum ferli.

Onana er hluti af landsliði Kamerún sem leikur á heimavelli á Afríkumótinu sem hefst núna í janúar. Hann mun síðan eftir yfirstandandi tímabil ganga til liðs við ítalska liðið Inter Milan á frjálsri sölu.