Handbolti

Fjórir úr FH í B-landsliðinu sem fer til Hollands

​FH-ingar eru fjölmennir í B-liði íslenska handboltalandsliðsins en Hafnfirðingar eiga fjóra fulltrúa í hópnum sem fer til Hollands og leikur í æfingarmóti í upphafi apríl gegn heimamönnum og Japan.

Agnar, hér fyrir miðju er ÍBV varð bikarmeistari á dögunum, er í hópnum. Fréttablaðið/Eyþór

FH-ingar eru fjölmennir í B-liði íslenska handboltalandsliðsins en Hafnfirðingar eiga fjóra fulltrúa í hópnum sem fer til Hollands og leikur í æfingarmóti í upphafi apríl gegn heimamönnum og Japan.

Er um að ræða lið sem tók við af Afrekshópnum en þar eru leikmenn sem eru að banka á dyrnar hjá landsliðinu sjálfu. Völdu þeir átján aðila en taka sextán leikmenn með sér út, von er á að einhverjir geti ekki gefið kost á sér.

Ágúst Elí Björgvinsson sem fór með landsliðinu á EM í Króatíu er annar markvörðurinn ásamt Grétari Ara Guðjónssyni. Ásamt Ágústi eru þeir Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Birgisson þar frá FH.

Garðbæingar eiga þrjá fulltrúa í liðinu, Bjarki Már Gunnarsson sem hefur verið með landsliðinu undanfarin ár er í hópnum ásamt Agli Magnússyni og Aroni Degi Pálssyni. Þá er Selfoss með tvo fulltrúa, Elvar Jónsson og Teitur Örn Einarsson.

Þá á ÍBV tvo fulltrúa í Agnari Smára Jónssyni og Róberti Aron Hostert, rétt eins og Fjölnir sem á Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson. Að lokum eru Vignir Stefánsson (Valur), Daníel Ingason (Haukar) og Arnar Birkir Hálfdánarson (Fram) einu fulltrúar sinna liða.

Markverðir
Ágúst Elí Björgvinsson FH
Grétar Ari Guðjónsson ÍR

Vinstri hornamenn
Hákon Daði Styrmisson Haukar
Vignir Stefánsson Valur

Hægri hornamenn
Óðinn Þór Ríkharðsson FH

Línumenn
Ágúst Birgisson FH
Sveinn Jóhannsson Fjölnir

Vinstri skyttur
Daníel Ingason Haukar
Egill Magnússon Stjarnan
Ísak Rafnsson FH

Miðjumenn
Elvar Jónsson Selfoss
Aron Dagur Pálsson Stjarnan
Róbert Hostert ÍBV

Hægri skyttur
Teitur Örn Einarsson Selfoss
Arnar Birkir Hálfdánsson Fram
Agnar Smári Jónsson ÍBV
Kristján Örn Kristjánsson Fjölnir

Varnarmaður
Bjarki Már Gunnarsson Stjarnan

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Kristján tekur við Rhein-Neckar Löwen

Handbolti

Guðmundur á leið á sitt 22. stórmót

Handbolti

„Allir lögðu í púkkið til þess að skila HM-sætinu“

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Frakkland þriðja liðið í 16 liða úrslitin

HM 2018 í Rússlandi

Rúnar peppar Aron Einar fyrir leikinn á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mbappe yngsti Frakkinn til þess að skora á stórmóti

HM 2018 í Rússlandi

Miðasölusvik upp á tæplega 110 milljónir

HM 2018 í Rússlandi

Þjálfari Nígeríu á von á 20 þúsund Íslendingum

HM 2018 í Rússlandi

Danmörk og Ástralía skildu jöfn

Auglýsing