Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Ísland á fjóra fulltrúa á EM í liðakeppni í golfi sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í næsta mánuði.

Birgir Leifur og Ólafía Þórunn taka þátt á EM í Skotlandi í næsta mánuði. Mynd/GSÍ/Seth

Ísland á fjóra keppendur á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem fer fram í Skotlandi 8.-12. ágúst næstkomandi. Frá þessu er greint á golf.is.

Þetta eru þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson.

Keppt er í holukeppni í karla- og kvennaflokki. Sextán þjóðir taka þátt á EM og eru tveir kylfingar saman í liði. Liðunum 16 er skipt í fjóra riðla. Þau leika þrjá leiki í riðlinum og betra skor telur á hverri holu (fjórbolti). Þá verður leikin 18 holu keppni í blönduðum liðum.

Evrópumótið fer fram á Gleneagles vellinum í Perthshire í Skotlandi. Ryderbikarinn var leikinn á vellinum fyrir fjórum árum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Ólafía á pari í dag sem dugar líklegast ekki til

Golf

Stefnir í að Birgir Leifur nái örugg­lega niður­skurði

Golf

Ólafía Þórunn einu undir pari eftir fyrsta hring

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Brighton lagði Man.Utd að velli

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Auglýsing