Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

Ísland á fjóra fulltrúa á EM í liðakeppni í golfi sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í næsta mánuði.

Birgir Leifur og Ólafía Þórunn taka þátt á EM í Skotlandi í næsta mánuði. Mynd/GSÍ/Seth

Ísland á fjóra keppendur á EM í liðakeppni atvinnukylfinga sem fer fram í Skotlandi 8.-12. ágúst næstkomandi. Frá þessu er greint á golf.is.

Þetta eru þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson.

Keppt er í holukeppni í karla- og kvennaflokki. Sextán þjóðir taka þátt á EM og eru tveir kylfingar saman í liði. Liðunum 16 er skipt í fjóra riðla. Þau leika þrjá leiki í riðlinum og betra skor telur á hverri holu (fjórbolti). Þá verður leikin 18 holu keppni í blönduðum liðum.

Evrópumótið fer fram á Gleneagles vellinum í Perthshire í Skotlandi. Ryderbikarinn var leikinn á vellinum fyrir fjórum árum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Umfangsmiklar breytingar á golfreglunum

Golf

Áhugasöm um að bæta við móti á Íslandi

Golf

Tiger Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn í tuttugu ár

Auglýsing

Nýjast

Ensku liðin komin áfram

Noregur á enn von eftir stórsigur

Óðinn í liði umferðarinnar

David Silva frá í nokkrar vikur

Heimir: Tilvalið að Íslendingur kæli sætið

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Auglýsing