Hollenskir og ítalskir fjölmiðlar fullyrða að það sé kórónaveirusmit búið að ná útbreiðslu hjá liði AZ Alkmaar sem Albert Guðmundsson leikur með.

Óvíst er hvaða þýðingu það hefur fyrir hollenska liðið í aðdraganda leiks AZ og Napoli í Evrópudeildinni næsta fimmtudag.

Í síðustu viku kom í ljós að níu einstaklingar hjá AZ væru smitaðir en ekki var gefið út hvort að um væri að ræða leikmenn. Nú er búið að gefa út að það séu fleiri smit í hópnum.

Búið er að ræða við hollensk og ítölsk yfirvöld um næstu skref en Napoli var á dögunum svipt stigum eftir að hafa hlýtt beiðni yfirvalda um að ferðast ekki í útileik.