Jafnréttishvataverðlaun ársins í Hafnarfirði hlutu annars vegar Fimleikafélagið Björk fyrir mestu iðkendafjölgun drengja og hins vegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar fyrir mestu iðkendafjölgun stúlkna. Bæði félögin hlutu 500 þúsund í verðlaunafé en alls var 12 milljónum króna úthlutað til íþróttastarfs yngri en 18 ára í Hafnarfirði.

Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 10 milljónir króna á ári hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna og unglinga í Hafnarfirði. Samningur um úthlutun íþróttastyrkja hefur verið í gildi frá árinu 2001. FH hlaut langhæsta styrkinn, eða rúmar fjórar milljónir, en Haukar fengu 2,3 milljónir.