Rannsókn hefur staðið yfir í fimmtán mánuði eftir að komið var í veg fyrir að Lysenko gengist undir lyfjapróf.

Shlyaktin var gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins og neitað að gefa upp upplýsingar. Þá var hann dæmdur fyrir að tilkynna ekki fall á lyfjaprófi.

Þegar Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) leitaðist eftir því að taka sýni hjá Lysenko framvísaði Shlyaktin fölsuðum skjölum.

Lysenko vann heimsmeistaratitil á HM innanhúss árið 2018 og gullverðlaunin á Demantamótinu í Mónakó sama ár. Ári áður hafði hann lent í öðru sæti á HM í London.

Lysenko og þjálfari hans eiga enn eftir að fá að vita refsingu sína en mál þeirra er enn fyrir dómstólum.