Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug hófst í Ásvallalaug í morgun en mótið er haldið í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar og Íþróttasamband fatlaðra. Fjórir íslenskir sundmenn tryggðu sér þátttökurétt á Evrópumótinu í 25 metra laug sem fram fer í Glasgow í desember en þar af leiðandi er hópur Íslands á mótinu telur þar af leiðandi sjö eins og sakir standa.

Kristinn Þórarinsson úr ÍBR hóf mótið með trompi en hann gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í 100 metra fjórsundi og náði um leið lágmarki á EM. Kristinn synti á 53,85 sekúndum en gamla metið var 54,30 sek og var í eigu Arnar Arnarsonar frá því 2006. Lágmarkið á EM er 55,49 sek en þetta er fyrsta lágmark Kristins á mótið.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náði svo lágmarki á EM í 50 metra baksundi en Ingibjörg Kristinu náði lágmarkinu í undanrásum greinarinnar þar sem hún synti á tímanum 28,05 sek en lágmarkið er 28,06 sek. Þetta er fyrsta lágmark Ingibjargar á mótið en hún hefur stundað sundæfingar á fullu eftir síðustu vikurnar, eftir að hafa lagt sundbolinn á hilluna í fyrra.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson úr SH náðu síðan bæði sínu fyrsta EM lágmarki í 50 metra skriðsundi í undanrásum. Jóhanna Elín synti á 25,43 sek en lágmarkið er 25,53 sek. Dadó Fenrir synti á 22,32 sekúndim en lágmarkið karlamegin er 22,47 sekúndum.

Hópur íslenska liðsins á EM samanstendur því af eftirtöldum sundmönnum:

Anton Sveinn McKee
Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Kristinn Þórarinsson
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
Dadó Fenrir Jasminuson