Fótbolti

Fjörutíu milljónir Kínverja horfðu á leik Espanyol

Áhugi Kínverja á spænska boltanum hefur aukist stórlega eftir kaup Espanyol á hinum kínverska Maradona.

Wu Lei lék sinn fyrsta leik fyrir Espanyol um síðustu helgi. Fréttablaðið/Getty

Talið er að 40 milljónir Kínverja hafi fylgst með leik Espanyol og Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í sjónvarpi. Til samanburðar horfðu aðeins 177.000 Spánverja á leikinn.

Áhugi Kínverja á spænska boltanum hefur aukist snarlega eftir að Espanyol festi kaup á kínverska framherjanum Wu Lei frá Shanghai SIPG. Katalóníufélagið er í eigu kínverska auðkýfingsins Chen Yansheng. 

Lei þreytti frumraun sína með Espanyol gegn Villarreal um helgina. Hann lék síðustu tólf mínúturnar. Leikurinn fór 2-2.

Eftir komu Lei hefur fylgjendum Espanyol á samfélagsmiðlum fjölgað til mikilla muna. Þá hafa treyjur með nafni Lei selst grimmt í Kína. BBC greinir frá.

Lei, sem er 27 ára, skoraði 27 mörk í 29 deildarleikjum þegar Shanghai SIPG varð kínverskur meistari á síðasta tímabili. Hann hefur leikið 63 leiki fyrir kínverska landsliðið og skorað 15 mörk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing