Davide Santon og kærustu hans hafa borist morðhótanir á samskiptamiðlum eftir 2-3 tap Inter gegn Juventus um helgina.

Santon sem er uppalinn í herbúðum Inter kom inn sem varamaður á 85. mínútu er Inter leiddi 2-1 á heimavelli sínum. 

Ítölsku meistararnir náðu að kreista fram sigur með tveimur mörkum á lokamínútunum en Santon var kennt um mörkin.

Fyrir vikið er Inter í hættu á að missa af Meistaradeild Evrópu á næsta ári þegar þrjár umferðir eru eftir.

Chloe Sanderson, unnusta og barnsmóðir Santon, greindi frá því á Instagram eftir helgina að þeim hefðu borist lífslátshótanir.