Íslenski boltinn

Fjögur víti í rússíbanaleik í Garðabænum

Víkingar eru enn ósigraðir í Pepsi-deild karla. Þeir sýndu mikinn karakter gegn Stjörnumönnum í Garðabænum í kvöld og fóru heim með eitt stig.

Hilmar Árni skoraði tvö mörk úr vítum í kvöld. Hann er alls kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Víkingur R. kom þrisvar sinnum til baka þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld.

Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, var í aðalhlutverki í kvöld en hann dæmdi fjórar vítaspyrnur, tvær á hvort lið.

Þórarinn Ingi Valdimarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld og það tók hann aðeins 14 mínútur að komast á blað með nýja liðinu sínu.

Á 32. mínútu fékk Víkingur víti eftir að brotið var á Sölva Geir Ottesen í teignum. Rick Ten Voorde skoraði úr vítinu og jafnaði metin.

Fimm mínútum síðar fékk Stjarnan víti sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr.

Arnþór Ingi skoraði eitt marka Víkings í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Arnþór Ingi Kristinsson jafnaði í 2-2 á 58. mínútu en sex mínútum síðar kom Hilmar Árni Stjörnunni yfir í þriðja sinn með marki úr víti. Breiðhyltingurinn er markahæstur í Pepsi-deildinni með fimm mörk.

Víkingar sóttu stíft undir lokin og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fengu þeir víti. Ten Voorde fór aftur á punktinn og skoraði af öryggi. Lokatölur 3-3.

Víkingur er með fimm stig í 4. sæti deildarinnar en Stjarnan er með tvö stig í 9. sætinu. Rýr uppskera hjá Stjörnumönnum, sérstaklega í ljósi þess að allir þrír leikir þeirra í Pepsi-deildinni hafa verið á heimavelli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Gott að fá aukna breidd í sóknarleikinn"

Íslenski boltinn

Ísland kláraði mótið með sannfærandi sigri

Íslenski boltinn

Miðasala hófst í hádeginu í dag

Auglýsing

Nýjast

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing