Handbolti

Fjögur lið með fullt hús stiga

Önnur umferð í A og C riðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla voru leiknar í dag. Fjögur lið hafa haft betur í báðum leikjum sínum í keppninni til þessa.

Nikolaj Oris skorar eitt fimm marka sinna í öruggum sigri Danmerkur gegn Túnis í dag. Fréttablaðið/Getty

Rússland vann sinn fyrsta sigur í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla með því að bera sigurorð af Kóreu 34-27 í leik liðanna í dag. Daniil Shishkaryov var markahæstur hjá rússneska liðinu með sjö mörk, en Kang Jeong-gu og Park Kwang-soon skoruðu mest fyrir Kóreu fjögur mörk hvor. 

Þýskaland og Frakkland eru svo með fjögur stig á toppi riðilsins. Þjóðaverjar fóru með sigur af hólmi gegn Brasilíu 34-21 og Frakkar sem eru ríkjandi heimsmeistarar báru sigur úr býtum gegn Serbíu 32-21. 

Uwe Gensheimur dró vagninn í sóknarleik Þýskalands og skoraði 10 mörk, en José Guilherma de Toledo var atkvæðamestur hjá Brasilíumönnum með fimm mörk. Ludovic Fabregas og Nadim Remili voru markahæstir hjá Frakklandi með fimm mörk hvor, en Bogdan Radivojevic var öflugastur í sóknarleik Serba með sex mörk. 

Rússar eru í þriðja sæti A-riðils með þrjú stig, Serbar koma þar á eftir með eitt stig og Brasilía og Kórea eru bæði án stiga. 

Hörð barátta um þriðja sætið í C-riðlinum

Danir og Norðmenn tróna á toppi C-riðils eftir að hafa farið með sigur af hólmi í báðum leikjum sínum í keppninni. Liðin unnu bæði sannfærandi sigra í dag, en Noregur vann Sádi-Arabíu 40-21 og Danmörk lagði Túnis að velli 36-22. 

Magnus Abelvik Rød lék á als oddi fyrir Noreg, en hann skoraði mest fyrir liðið eða níu mörk talsins. Mahdi Al-Salem skoraði hins vegar þriðjung marka Sáda í leiknum eða sjö mörk. 

Mikkel Hansen og Rasmus Lauge voru markahæstir hjá Dönum með sjö mörk, en Marouan Chouiref var atkvæðamestur hjá Túnis með fimm mörk. 

Austurríki og Síle eru jöfn að stigum með tvö stig hvort lið í þriðja til fjórða sæti í riðlinum, en Túnis og Sádí-Arabía hafa ekki enn náð að koma sér á blað í keppninni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Handbolti

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Handbolti

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing