Hefur enska götublaðið The Sun nú fjarlægt dagsetningar úr frétt sinni um að farbanni yfir Gylfa hafi um helgina verið framlengt í þrjá daga. Hafði blaðið birt fyrst allra fréttir um slíkt.

Hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að ákvörðun um framleningu til þriggja mánaða hafi legið fyrir í nokkra daga en aldrei hafi komið til að farbannið hafi verið framlengt um þrjá daga.

Lögfræðingar sögðu þannig við Morgunblaðið að allt benti til ákæru þegar fréttir um að farbannið hefði verið framlengt í þrjá daga leit dagsins ljós. Nú hefur hins vegar komið á daginn að málið var aldrei framlengt í þrjá daga.

Enska blaðið Mirror fjallar um málið sem segir að í þrígangi hafi ákvörðun um farbann og að Gylfi gangi laus gegn tryggingu verið framlengt.

Gylfi var handtekinn 16 júlí og er grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Var ákvörðun um að Gylfi gengi laus tekinn þá, aftur var ákvörðun tekinn í október og nú í janúar.

Gylfi var hand­tekinn á heimili sínu í Bret­landi 16. júlí síðast­liðinn. Lögreglan haldlagði muni heima hjá honum eins og tölvu og síma.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint hefur Gylfi verið bú­settur í London síðustu mánuði. Gylfi hefur ekkert spilað með E­ver­ton á nú­verandi tíma­bili vegna málsins og er ó­lík­legt að hann spili aftur fyrir fé­lagið.

Nú er ljóst er að Gylfi verður laus til 17 apríl á meðan rannsókn lögreglu heldur a´fram. Í frétt Mirror segir að Everton aðstoði lögregluna í Manchester við rannsókn málsins.