Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í vikunni að bæjarstjóri myndi vinna að erindi um fjárhagsvandræði körfuknattleiksdeildar Vestra sem formaður félagsins sé að nálgast neyðarstig.

Formaður körfuknattleiksdeildar Vestra, Ingólfur Þorleifsson, lagði fram erindi fyrir bæjarstjórnina í vikunni þar sem hann óskaði eftir aðstoð vegna áhrifa erfiðs rekstrarumhverfis á fjárhagsstöðu körfuknattleiksliðsins.

Í erindinu kemur fram að það hafi fjarað undan rekstri deildarinnar og að staðan sé orðin afar slæm. Ef mætti líkja þessu við viðbúnaðarstig Almannavarna sé reksturinn á hættustigi og við það að fara yfir á neyðarstig.

Félagið skilaði inn sambærilegu erindi í sumarlok 2020 þar sem fjallað var um hvaða áhrif heimsfaraldurinn hefði á helstu tekjupósta deildarinnar.

Fyrir vikið eru forráðamenn deildarinnar að óska eftir aðstoð við að bjarga áratugagömlu starfi hjá einni af einkennisíþróttum bæjarins.