Óvíssa ríkir um það hvort brasilíksi framherjinn Roberto Firmino geti tekið þátt í fyrri leik Liverpool gegn Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla sem leikinn verður á Anfield annað kvöld. 

Firmino er að glíma við veikindi og æfði ekki með samherjum sínum hjá Liverpool í dag. Þá er króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren enn að jafna sig á tognun aftan í lægra og er hann í kapphlaupi við tímann um að ná leiknum. 

Jürgen Klopp sagði hins vegar á blaðamannafundi sem haldinn var í dag að staðan væri betri á hollenska miðvallarleikmanninumm Gini Wijnaldum sem hefur verið að glíma við veikindi undanfarna daga og svissneska sóknartengiliðnum Xherdan Shaqiri sem hefur verið meiddur síðustu daga. 

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk tekur út leikbann í þessum leik og því væru það frábærar fregnir fyrir Liverpool ef Lovren væri orðinn leikfær þegar að leiknum kemur á morgun.