Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi 82-52 þegar liðið fékk Slóvakíu í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. 

Íslenska liðið hélt í við það slóvakska fram í fjórða leikhluta en þá skildu leiðir. Þegar upp var staðið var 30 stig sigur slóvakska liðsins staðreynd. 

Helena Sverrisdóttir var einu sinni sem oftar stigahæst hjá íslenska liðinu með 20 stig, en Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með átta stig. 

Ívar Ásgrímsson þjálfari íslenska liðsins heufr í töluverðan tíma kallað eftir því að fleiri leikmenn en Helena taki af skarið í sóknarleik liðsins. Það tókst ekki að þessu sinni. 

Ísland sem er stigalaust á botni riðilsins mætir Bosníu í Laugardalshöllinni í lokaleik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn kemur.