Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lék vel í þrjá leikhluta þegar liðið mætti Slóvaíkíu í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni í kvöld. Botninn datt hins vegar úr leik íslenska liðsins í fjórða leikhluta og 30 stiga tap staðreynd.

Helena Sveirrisdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu með 20 stig. Fréttablaðið/Eyþór

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi 82-52 þegar liðið fékk Slóvakíu í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. 

Íslenska liðið hélt í við það slóvakska fram í fjórða leikhluta en þá skildu leiðir. Þegar upp var staðið var 30 stig sigur slóvakska liðsins staðreynd. 

Helena Sverrisdóttir var einu sinni sem oftar stigahæst hjá íslenska liðinu með 20 stig, en Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með átta stig. 

Ívar Ásgrímsson þjálfari íslenska liðsins heufr í töluverðan tíma kallað eftir því að fleiri leikmenn en Helena taki af skarið í sóknarleik liðsins. Það tókst ekki að þessu sinni. 

Ísland sem er stigalaust á botni riðilsins mætir Bosníu í Laugardalshöllinni í lokaleik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn kemur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Dirk Nowitzki fékk ótrúlegar móttökur í nótt

Körfubolti

Hildur og Martin valin best af KKÍ

Körfubolti

Rodriguez með þrefalda tvennu

Auglýsing

Nýjast

Viðræður hafnar við Martial

Jussi hættir sem afreksstjóri GSÍ

Tapið gegn Liverpool ekki síðasta hálmstráið

Arnór Ingvi etur kappi við Chelsea

Liverpool mætir Bayern

Lánsmaðurinn sem gerði Arsenal grikk

Auglýsing