Varnarmaðurinn, Finnur Tómas Pálmason, hefur gengið til liðs við KR á nýjan leik. Hann kemur til liðsins frá sænska félaginu Norrköping sem hann gekk til liðs við fyrir ári síðan. Finnur skrifaði undir fjögurra ára saming við KR.

„Það er frábært að fá hann til liðs við okkur aftur, enda er búist við miklu af honum næstu tímabil. Hann var í byrjunarliði A-landsliðsins í vináttuleik þeirra við Uganda í gær og stóð sig vel,“ segir á vef KR.

Valur, Breiðablik, Víkingur og fleiri lið höfðu áhuga á Finni en hann ákvað að halda heim í KR.

„Við bjóðum Finn Tómas velkominn í hópinn og hlökkum til að fylgjast með honum á vellinum í sumar.“

Finnur á að baki 41 leik í efstu deild hér á landi og spilaði í gær sinn fyrsta A-landsleik.