Finnur Tómas Pálmason mun leika með karlaliði KR í knattspyrnu í sumar en hann kemur heim í Vesturbæinn sem lánsmaður frá sænska félaginu Norrköping.

Finnur Tómas var seldur til Norrköping fyrr á þessu ári en snýr nú aftur á heimahagana. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið.

KR hafði betur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Íslandsmótsins og mætir svo KA á morgun. Finnur Tómas getur ekki leikið í þeim leik þar sem hann þarf að taka út sóttkví.

Finnur Tómas í KR 👊🏻 KR hefur fengið Finn á láni út sumarið, nánar á KR.is Velkominn heim💪 #allirsemeinn

Posted by Knattspyrnufélag Reykjavíkur on Fimmtudagur, 6. maí 2021