Finnur Freyr Stefánsson er orðinn sigursælasti þjálfari í sögu efstu deildar í körfubolta karla ásamt Sigurði Ingimundarsyni.

Finnur og lærisveinar hans í KR urðu Íslandsmeistarar fimmta árið í röð eftir sigur á Tindastóli, 89-73, í kvöld.

Finnur tók við KR 2013 og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn á öllum fimm tímabilunum sínum sem þjálfari liðsins.

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík einnig fimm sinnum að Íslandsmeisturum á árunum 1997-2008.

Friðrik Ingi Rúnarsson, Gunnar Þorvarðarson, Jón Kr. Gíslason og Valur Ingimundarson koma þar á eftir þrjá Íslandsmeistaratitla hver.