Körfubolti

Finnur Freyr á Hlíðarenda

Fimmfaldi Íslandsmeistarinn er kominn til Vals þar sem hann mun þjálfa yngri flokka félagsins.

Finnur Freyr tekur í spaðann á Grími Atlasyni, stjórnarmanni í körfuknattleiksdeild Vals. Mynd/Valur

Finnur Freyr Stefánsson, sem gerði karlalið KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum, mun þjálfa yngri flokka hjá Val í vetur.

Í tilkynningu frá Val kemur fram að Finnur muni þjálfa minnibolta átta og níu ára auk drengjaflokks Vals. Honum til aðstoðar verður Þorgrímur Guðni Björnsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Drengjaflokkur Vals tapaði fyrir Íslandsmeisturum Hauka í úrslitakeppninni í vor. Tíundi flokkurinn, sem er núna yngra árið í drengjaflokki, vann Scania Cup síðasta vetur. Ágúst Björgvinsson þjálfaði drengjaflokkinn áður. Hann verður áfram þjálfari meistaraflokks karla og yfirþjálfari yngri flokka.

Iðkendum í yngri flokkum Vals hefur fjölgað á síðustu árum og eru í dag rúmlega 200 samkvæmt tilkynningunni frá Val.

Finnur þjálfaði meistaraflokk karla hjá KR 2013-18. Hann gerði liðið að Íslandsmeisturum öll árin sín við stjórnvölinn hjá því. KR-ingar urðu einnig fjórum sinnum deildarmeistarar og tvisvar sinnum bikarmeistarar undir hans stjórn. Þá hefur Finnur þjálfað yngri landslið Íslands og var aðstoðarmaður Craigs Pedersen með A-landslið karla.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Körfubolti

Tvær goð­sagnir kvöddu lands­liðið með sóma

Enski boltinn

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Auglýsing

Nýjast

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Laporte gerir langtíma samning

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing