Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði í dag að honum þætti aðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn Rússum og rússnesku íþróttafólki brjóta í bága við hinn sanna íþróttaanda.

Fjölmörg íþróttasambönd á heimsvísu hafa útilokað rússneskt íþróttafólk frá því að Alþjóðaólympíunefndin hvatti til útilokar Rússa og Hvít-Rússa á sviði íþrótta eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Þetta kom fram í ræðu Pútíns á ráðstefnunni Íþróttastórveldið Rússland (e. Russia - A Sports Power) og kemur fram á ríkisfjölmiðlinum Tass.

„Allar þessar aðgerðir og refsingar gegn rússnesku þjóðinni og íbúum Rússlands hefur haft víða áhrif, meðal annars hjá afreksíþróttafólki,“ sagði Pútín og hélt áfram:

„Rússneskt íþróttafólk var svipt rétti sínum til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar og hlutskipti okkar í íþróttum er sniðgengið. Það er í andstöðu við hinn sanna íþróttaanda og fer gegn orðunum að íþróttir tengist ekki stjórnmálum.“