Alls verða 27 starfsmenn KSÍ sem fylgja kvennalandsliðinu út til Englands á Evrópumót kvenna í knattspyrnu og verður því fimmtíu manna hópur í Englandi á vegum KSÍ.

Þar er að finna kokka, öryggisstjóra, leikgreinendur, sjúkraþjálfara og fleiri til.

Meðal þeirra sem hafa aðstoðað kvennalandsliðið við leikgreiningu á andstæðingum Íslands undanfarna mánuði er Davíð Snorri, landsliðsþjálfari U21 ára liðs Íslands í og Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 ára drengjaliðs Íslands og U15 ára stúlknaliði Íslands.

Að sögn Þorsteins Halldórssonar gerir evrópska knattspyrnusambandið kröfur um ákveðna starfsmenn hjá liðum sem eru meðal þátttakenda.