Niður­stöður nýrrar rann­sóknar sem skoðar á­hrif heila­hristings og höfuðhögga hjá hópi fyrrum lands­liðs­manna Skot­lands í rug­by sýna fram á að þeir eru um fimm­tán sinnum lík­legri til að greinast með MND-sjúk­dóminn seinna á lífs­leiðinni heldur en al­menningur.

Það er The Guar­dian sem greinir frá niður­stöðum rann­sóknarinnar sem voru fyrst birtar í Journal of Neurology, Neurosur­gery and Psychia­try. Um tíma­móta­rann­sókn sé að ræða og hefur verið biðlað til Rug­by sam­bandsins (e. Rugby Union) að fækka keppnis­leikjum og banna snertingar á æfingum al­farið.

MND er ban­vænn sjúk­dómur sem á­gerist venju­lega hratt og herjar á hreyfi­taugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Af honum leiðir mátt­leysi og lömun í hand­leggjum, fót­leggjum, munni, hálsi og svo fram­vegis. Að lokum er um al­gera lömun að ræða.

Vits­muna­legur styrkur helst þó ó­skaddaður í flestum til­vikum. Líf­tími sjúk­linga eftir að þeir fá sjúk­dóminn er frá 2 - 5 ár en sumir lifa lengur. Talað er um að 10% geti lifað 10 ár eða lengur.

Í rann­sókninni voru 412 fyrrum lands­liðs­menn Skot­lands, fæddir á árunum 1900-1990 bornir saman við 1200 al­menna borgara á sama aldri, frá sama svæði og með samu fé­lags- og efna­hags­lega bakgrunninn.

Það var Dr. Willi­e Stewart, tauga­meina­fræðingur við Há­skólann í Glas­gow sem fór fyrir rann­sókninni. Hann segir niður­stöðurnar varðandi leik­mennina og MND sjúk­dóminn kveikja á við­vörunar­bjöllum. Hann varar við því að heila­skemmdir meðal rug­by leik­manna gætu orðið enn al­gengari eftir 20 ár.

„Ég held að við séum að sjá þessar niður­stöður að mestu leyti frá á­huga­manna­tíma­bili­ rug­by,“ sagði Dr. Willi­e Stewart. „Það er miklu meiri at­vinnu­mennska í íþróttinni núna, mun meira æfinga­á­lag og út­setning fyrir snertingu í leik meiri. Það leiðir af sér að hlut­fall höfuð­meiðsla og höfuð­högga hefur aukist.

Ég hef miklar á­hyggjur af því sem er að gerast í nú­tíma­leiknum. Eftir 20 ár, ef við endur­tökum rann­sóknina, gætum við séð eitt­hvað sem er enn meira á­hyggju­efni."

Rann­sóknin sýnir einnig fram á að leik­mennirnir voru tvisvar sinnum lík­legri til að greinast með heila­bilun og þrisvar sinnum lík­legri til þess að greinast með Parkin­sons.