Kamila Valieva, fimmtán ára skautadrottning frá Rússlandi, féll á lyfjaprófi og var gullverðlaunaafhendingu rússneska skautaliðsins á Vetrarólympíuleikunum frestað. Þetta kemur fram á vefnum Inside the Games.

Lyfjaeftirlitið í Kína hefur ekki staðfest að Valieva hafi fallið á lyfjaprófi. Mark Adams, talsmaður leikanna, sagði á blaðamannafundi í dag að vandinn sé „lagalegs eðils“.

Valieva hefur vakið mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum í Beijing, sérstaklega eftir fjórfalt stökk á mánudaginn. Hún hefur verið framan á rússnesku útgáfu Vogue og er með gríðarlegan fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum. Á dögunum varð hún Evr­ópu­meist­ari í Tall­inn í Eistlandi og varð fyrsta kon­an til þess að fá meira en 90 stig fyr­ir æf­ing­ar sín­ar, byrjaði hún einungis að keppa í fullorðinsflokki á þessu ári.

Tvö rússnesk dagblöð hafa sagt að lyfið sem hafi fellt Valievu heiti Trimetazidine sem notað sé gegn brjóstverkjum, breska dagblaðið Guardian segir að lyfið sé ekki notað til að bæta frammistöðu í keppni.