Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Kristján Þór Einarsson báru sigur úr býtum á Íslandsmótinu í golfi rétt í þessu.

Lokaumferð mótsins var felld niður vegna veðurs, en hún átti að fara fram á Vestmannaeyjavelli í dag. Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi tilkynnti þessa ákvörðun sína rétt í þessu og sögðu völlinn óleikfærann.

Með þessu er Perla Sól að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill í fullorðsinsflokki, en hún er einungis fimmtán ára gömul.

Um er að ræða annan Íslandsmeistaratitill Kristjáns, sem vann síðast árið 2008.