NBA

Fimmtán ár frá síðasta leik Jordans

Í dag eru 15 ár síðan Michael Jordan lék sinn síðasta leik á ferlinum. Hann skoraði þá 15 stig þegar Washington Wizards tapaði fyrir Philadelphia 76ers.

Jordan skoraði 15 stig í sínum síðasta leik í NBA-deildinni. Fréttablaðið/Getty

Micheal Jordan lék sinn síðasta leik á ferlinum á þessum degi fyrir 15 árum síðan.

Washington Wizards sótti þá Philadelphia 76ers heim og tapaði með 20 stigum, 107-87.

Jordan lék í 28 mínútur og skoraði 15 stig. Hann var næststigahæstur í liði Washington á eftir Kwame Brown sem skoraði 17 stig. Auk þeirra voru Christian Laettner, Tyronn Lue og Larry Hughes í byrjunarliði Washington í þessum leik.

Jordan hætti fyrst árið 1993 og sneri sér að hafnabolta. Hann sneri aftur 1995, varð þrisvar sinnum meistari með Chicago Bulls og lagði svo skóna á hilluna í byrjun árs 1999.

Í september 2001 tilkynnti Jordan að hann myndi snúa aftur með Washington Wizards, liði sem hann átti hlut í.

Jordan lék alls 142 leiki með Washington. Í þeim skoraði hann að meðaltali 21,2 stig, tók 5,9 fráköst og gaf 4,4 stoðsendingar. Liðinu gekk ekki vel og komst ekki í úrslitakeppnina bæði tímabilin sem Jordan lék með því.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Tryggvi einn af bestu Evrópubúunum í nýliðavalinu

NBA

Eiginkona Popovich látin

NBA

Treyja Currys sú vinsælasta þriðja árið í röð

Auglýsing

Nýjast

Körfubolti

Martin leikmaður umferðarinnar

Sport

Andrea og Arnar komu fyrst í mark

Handbolti

Sebastian og Rakel Dögg munu stýra Stjörnunni

Körfubolti

Jón mun þjálfa bæði Keflavíkurliðin

Íslenski boltinn

„Höfum verið þungir í samanburði við hin liðin“

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: Víkingur R. hafnar í 9. sæti

Auglýsing