Íslenska kvennalandsliðið leikur eina æfingaleik sinn í aðdraganda Evrópumótsins í dag þegar Stelpurnar okkar mæta Pólverjum ytra. Þetta er fyrsta viðureign liðanna í sex ár.

Þetta verður í fimmta sinn sem Ísland og Pólland mætast í landsleik kvenna. Til þessa hefur Ísland unnið þrjá og einum lokið með jafntefli.

Í fyrstu viðureign liðanna vann Ísland stórsigur, 10-0 árið 2003 en leikur liðanna tveimur vikum seinna var heldur meira spennandi þegar Ísland vann 3-2 sigur ytra.

Yngsti leikmaður íslenska hópsins, Amanda Jacobsen Andradóttir var ekki fædd á þessum tíma.