Roberto Firmino skoraði sigurmark Liverpool í 2-1 sigri á Úlfunum í gær en þetta er í fimmta sinn í vetur sem mark Firmino færir Liverpool stigin þrjú.

Þetta var áttunda mark Brasilíumannsins á tímabilinu og hafa öll mörkin komið á útivelli.

Fimm sinnum hefur mark Firmino reyndst skilja liðin að í hinum tveimur leikjunum (4-0 sigur á Leicester, Firmino með tvö og 3-0 sigur á Burnley, Firmino með eitt) var hann einn af nokkrum sem komust á blað í liði Liverpool.

Fyrsta mark Firmino á tímabilinu kom gegn Southampton þar sem Liverpool komst 2-0 yfir áður en Dýrlingarnir minnkuðu muninn. Það sama átti sér stað þegar Liverpool heimsótti Chelsea, Firmino kom gestunum 2-0 yfir áður en Chelsea minnkaði muninn.

Gegn Crystal Palace skoraði Firmino sigurmarkið stuttu eftir að Crystal Palace jafnaði metin en gegn Tottenham skoraði Brassinn eina mark leiksins.

Gegn Úlfunum var það svo Firmino sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok eftir að Raul Jimenez jafnaði fyrir Úlfana í byrjun seinni hálfleiks.

Mörk Firmino hafa því skilað Liverpool fimmtán stigum í stað fimm stiga.